Viðskipti innlent

Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samkvæmt útboðsgögnunum á félagið mikið undir því að kjarasamningarnir standi.
Samkvæmt útboðsgögnunum á félagið mikið undir því að kjarasamningarnir standi. Play

Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 

Ef þeir verða dæmdir ógildir eða reynast óframkvæmanlegir mun það skaða samkeppnisstöðu Play og hafa neikvæð áhrif á rekstur og afkomu félagsins.

Þetta kemur fram í útboðsgöngum flugfélagsins.

Þar segir að Play, sem áður hét WAB air, hafi gert tvo samninga við Íslenska flugstéttarfélagið, sem hafi samið fyrir hönd flugmanna og áhafnarmeðlima. Tekið er fram að báðir samingarnir séu nýir og enn hafi ekki reynt á þá.

Þá er greint frá því að Alþýðusamband Íslands og önnur launþegasamtök hafi gert athugasemdir við samningana og gagnrýnt fyrirtækið fyrir að ganga frá þeim án aðkomu starfsmanna. 

Engin dómsmál séu þó í gangi þessu tengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×