Viðskipti innlent

Ráðnar til Góðra sam­skipta

Atli Ísleifsson skrifar
Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir.
Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir. Þorkell Þorkelsson

Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir hafa verið ráðnar sem ráðgjafar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Góðum samskiptum.

Í tilkynningu segir að Eva sé ráðin sem leitarsérfræðingur og ráðgjafi í ráðningardeild Góðra samskipta.

„Eva er með B.A.-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri og mun í haust útskrifast með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Hafdís Rós Jóhannesdóttir er ráðgjafi í almannatengslum. Hafdís hefur starfað í hlutastarfi hjá Góðum samskiptum meðfram námi frá árinu 2017 en var nýlega ráðin í fullt starf. Hafdís er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og samfélagsmiðla frá Háskólanum á Bifröst,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×