Neytendur

Inn­kalla á annað þúsund Mitsu­bishi-bíla af ár­gerð 1996 til 2000

Atli Ísleifsson skrifar
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis. Vísir/Vilhelm

Hekla hyggst innkalla 1.394 Mitsubishi-bíla af árgerð 1996 til 2000 vegna möguleika á að loftpúðar virki ekki sem skyldi.

Frá þessu segir á vef Neytendastofu en um er að ræða bíla af gerðinni Mitsubishi Lancer Station Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero.

„Um er að ræða hluta af s.k Takata innköllun sem hefur verið í gangi um allan heim síðustu ár. Viðgerð felst í því að skipt verður um loftpúða bifreiðanna.

Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir í tilkynningunni





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×