Innlent

Einn greindist smitaður í sóttkví

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá sýnatökustað heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Myndin er úr safni.
Frá sýnatökustað heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Aðeins einn greindist smitaður af kórónuveirunni í gær og var hann í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum af af þeim bíða tveir niðurstaðna mótefnamælingar.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sagðist í gær búast við því að fleiri ættu eftir að greinast smitaðir í tengslum við hópsmit á meðal hælisleitenda en á annað hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna þess.

Þeir þrír sem greindust smitaðir innanlands tengdust allir hópsmitinu en þeir voru einnig allir í sóttkví þegar þeir greindust. Þeir fóru í sýnatöku á fimmtudag en niðurstöður hennar lágu ekki fyrir fyrr en í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×