NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 15:01 Rudy Gobert, Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru komnir áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. ap/Rick Bowmer Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti