Innlent

Enginn upplýsingafundur vegna Covid-19 í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eflaust munu einhverjir sakna hins vikulega skammtar af Víði og Þórólfi.
Eflaust munu einhverjir sakna hins vikulega skammtar af Víði og Þórólfi. Vísir/Vilhelm

Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa tekið þá ákvörðun að sleppa í dag vikulegum upplýsingafundi vegna stöðu kórónuveirufaraldursins, sem jafnan hefur verið haldinn á fimmtudögum.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild til fjölmiðla segir að ekki sé talin þörf á því að efna til fundar í dag en það þýði þó ekki að ekki verði fleiri upplýsingafundir vegna Covid-19, enda sé faraldurinn ekki yfirstaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×