Viðskipti innlent

N1 sækir þróunarstjóra til Íslandsbanka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarki Már færir sig úr banka yfir í eldsneytisbransann.
Bjarki Már færir sig úr banka yfir í eldsneytisbransann. Aðsend

N1 hefur ráðið Bjarka Má Flosason í nýtt starf þróunarstjóra stafrænna lausna fyrirtækisins.

Bjarki Már, sem kemur til N1 frá Íslandsbanka, hefur víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu sem þróunarstjóri stafrænna lausna og mun meðal annars vinna að áframhaldandi þróun á stafrænum þjónustulausnum fyrir viðskiptavini N1 að því er segir í tilkynningu frá N1.

„Bjarki Már kemur með mikla reynslu inn í fyrirtækið og mun tryggja að þetta mikilvæga verkefni verði keyrt áfram hratt og örugglega. Ég veit að hann mun vinna frábært starf og hlakka mikið til að starfa með honum að þeim stóru skrefum sem bíða á þessu sviði,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar og stafrænnar þróunar N1.

„N1 hefur verið á góðri leið í stafrænni þróun og það er skemmtilegt verkefni að koma fyrirtækinu í fremstu röð á þessu sviði. Það eru spennandi tímar framundan og það á ekki síst við um þetta svið, eins og viðskiptavinir N1 eiga eftir að kynnast,“ segir Bjarki Már Flosason, þróunarstjóri stafrænna lausna N1.

Fjölbreytt og krefjandi verkefni bíða N1 á sviði stafrænna lausna og má þar nefna þróunar á þjónustuappi, áframhaldandi þróun vefverslunar og verkefni á sviði orkuskipta, svo eitthvað sé nefnt.

Bjarki Már er með BSc í Alþjóðamarkaðsfræði og starfaði m.a. áður sem markaðsstjóri Kreditkorta og þróunarstjóri Greiðslulausna Íslandsbanka. Hann er giftur Sigríði Selmu Magnúsdóttur, lífeindafræðingi og eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×