Viðskipti innlent

Kaupir helming í Kistu­felli og verður fram­kvæmda­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Ómar Einarsson er nýr framkvæmdastjóri Kistufells.
Ómar Einarsson er nýr framkvæmdastjóri Kistufells. Aðsend

Ómar Einarsson hefur keypt helmingshlut í fyrirtækinu Kistufelli. Ómar mun jafnframt taka við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf og fjölskylda hans, selji Ómari helmingshlutinn í Kistufelli, sem hefur verið rekið sem dótturfyrirtæki KAPP undanfarin tvö ár.

Kistufell mun reka varahlutaverslun og tækjasölu í nýju húsnæði að Turnahvarfi 8 í Kópavogi. Vélaverkstæðishluti Kistufells hefur runnið inn í KAPP sem er til húsa á sama stað.

Kistufell var stofnað árið 1952. Fram kemur að Ómar hafi unnið í sölu og innflutningi á vinnuvélum og tækjabúnaði um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×