Viðskipti innlent

Tryggvi áfram for­maður í ný­skipuðu Hug­verka­ráði SI

Atli Ísleifsson skrifar
Reynir Scheving hjá Zymetech, Fida Abu Libdeh hjá Geosilica, Þóra Björg Magnúsdóttir hjá Coripharma, Róbert Helgason hjá KOT Hugbúnaður, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Inga Lind Karlsdóttir hjá Skot Productions, Jóhann Þór Jónsson hjá atNorth, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir hjá Marel, og Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games.
Reynir Scheving hjá Zymetech, Fida Abu Libdeh hjá Geosilica, Þóra Björg Magnúsdóttir hjá Coripharma, Róbert Helgason hjá KOT Hugbúnaður, Tryggvi Hjaltason hjá CCP, Inga Lind Karlsdóttir hjá Skot Productions, Jóhann Þór Jónsson hjá atNorth, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir hjá Marel, og Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games. SI/Birgir Ísleifur

Tryggvi Hjaltason hjá CCP hefur skipaður formaður í nýju Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins.

Í tilkynningu frá SI segir að ráðið hafi undanfarin ár verið vettvangur umræðu um stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar.

„Í nýju Hugverkaráði SI 2021-2023 sitja Tryggvi Hjaltason hjá CCP sem er formaður, Soffía Kristín Þórðardóttir hjá Origo, Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir hjá Marel, Fida Abu Libdeh hjá Geosilica, Róbert Helgason hjá KOT Hugbúnaður, Reynir Scheving hjá Zymetech, Þóra Björg Magnúsdóttir hjá Coripharma, Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus, Inga Lind Karlsdóttir hjá Skot Productions, Jóhann Þór Jónsson hjá atNorth, Alexander Picchietti hjá Verne Global, Þorgeir Óðinsson hjá Directive Games, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Hugverkaiðnaður skapaði 15,8% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins árið 2020 og er því orðinn fjórða stoðin í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins ásamt sjávarútvegi, orkusæknum iðnaði og ferðaþjónustu. Innan hugverkaiðnaðar á Ísland eru meðal annars fyrirtæki í tölvuleikjaiðnaði, líf- og heilbrigðistækni, upplýsingatækni, kvikmyndaiðnaði, gagnaversiðnaði og hátækniframleiðslu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×