Innlent

Ís­lensku garparnir stefna á tind E­verest í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Heimir og Sigurður stefna á toppinn í kvöld.
Heimir og Sigurður stefna á toppinn í kvöld. Facebook

Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 

Sigurður segir frá því í Facebook-færslu í morgun að ferðalagið hafi verið algjör rússíbanareið. Hann sé djúpt snortinn af öllum fallegu skilaboðunum og kveðjunum sem honum hafi borist. Hann hefur undanfarið glímt við meiðsl í hné en nú sé aðeins eitt markmið í augsýn.

„Halda hnénu stöðugu og fara hærra þangað til tindinum er náð. Mér finnst eins og ég geti farið eins langt og öryggi leyfir með öllum stuðningnum sem ég hef fengið,“ segir Sigurður.

„Ég fer inn í kvöldið með auðmjúkt hjarta, fullt þakklætis og tilbúinn að gera allt sem ég get.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×