Makamál

Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Myndir þú kyssa makann þinn á veitingastað? 
Myndir þú kyssa makann þinn á veitingastað?  Getty

Að sýna ástúð á almannafæri er ekki fyrir alla og misjafnt hvað fólki finnst viðeigandi í þeim málum. Eðlilega skipta aðstæður og umhverfi máli hverju sinni en einnig hefur fólk mjög mismunandi þörf á því að sýna og tjá ástúð sína og hrifningu líkamlega.

Þó svo að fólk sé kannski ekki að detta í sleik í kjörbúðinni þá kyssir það kannski maka sinn eftir stefnumót á kaffihúsi, í kvöldgöngunni, í sundi eða á einhvers konar mannamótum. Það leiðir maka sinn á miðbæjarröltinu eða jafnvel faðmast innilega í almenningsgarðinum.

Svo eru það aðrir sem vilja þetta alls ekki, finnst það annað hvort óviðeigandi eða hafa ekki þörfina.

Áður en við fjöllum meira um það að sýna ástúð á almannafæri eða það sem kallast á ensku, public display of affection (PDA), þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf.

Fólk hefur mjög misjafna þörf á því að sýna ástúð á almannafæri. Getty

Tengdar fréttir

Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari

„Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna

„Ég er að gera þetta af ástríðu, ég geri þetta af því ég vil þetta. Ég var að gera þetta áður og eina sem er breytt er að núna fæ ég borgað fyrir þetta,“ segir Kara í viðtali við Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.