Viðskipti innlent

Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Börkur NK, eitt skipa Síldarvinnslunnar.
Börkur NK, eitt skipa Síldarvinnslunnar. Vísir/Vilhelm

Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí.

Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins en Síldarvinnslan er í dag í nærri helmingseigu Samherja. 

Til stendur að selja 26 til 29 prósenta hlut í fyrirtækinu í útboðinu. 

Í blaðinu segir að almennum fjárfestum verði boðið að kaupa hluti á genginu 55 til 58 krónur á hlut að nafnverði en í tilfelli fagfjárfesta verður útboðsgengið að lágmarki 55 krónur. 

Þá segir að áætlað sé að fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf Síldarvinnslunnar í Kauphöllinni verði 27. maí næstkomandi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×