Innlent

Slökkvilið á leið að hjálpa kajakræðurum í basli

Snorri Másson skrifar
Tilkynningin barst slökkviliði síðdegis í dag.
Tilkynningin barst slökkviliði síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið frá tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var sent að Kollafirði síðdegis í dag til þess að koma tveimur kajakræðurum til hjálpar, sem höfðu lent í ógöngum í versnandi veðri.

Eins og stendur eru róðrarmennirnir enn um borð í bátum sínum en þurfa hjálp. Slökkviliðið sást með bát um borð í bílnum á leiðinni í gegnum Mosfellsbæ um fimmleytið í dag. Stefnan er að hjálpa mönnunum að komast í land.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki talin hætta á ferð, en hugsunin sú að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það er enda farið að hvessa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×