Innlent

Maðurinn sem lögregla leitaði gaf sig fram

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn er kominn í leitirnar.
Maðurinn er kominn í leitirnar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 4441000.

Uppfært klukkan 19:30: Maðurinn sem um ræðir er fundinn en hann tilkynnti sig sjálfur til lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd af manninum hefur verið fjarlægð en upprunaleg frétt fylgir.

Þeir sem þekkja til mannsins eða vita hvar hann er að finna eru sömuleiðis beðnir um að hringja í lögreglu. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé hægt að upplýsa um það af hverju mannsins er leitað.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×