Fella niður vexti smálána í vanskilum Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 19:27 Deilt hefur verið um lögmæti smálánanna. Vísir/Vilhelm BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innheimtufyrirtækinu sem segir að með kaupunum á kröfusafninu hafi allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður. Þá staðhæfir BPO að með þessu hafi óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. „Til 15. maí býður BPO Innheimta öllum skuldurum, sem vilja leysa úr sínum málum án dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, að ganga frá sínum skuldum óháð því hversu gamlar þær eru. Öllum skuldurum býðst að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það er gert í síðasta lagi 15. maí og þá verða dráttarvextir og innheimtukostnaður felldur niður.“ Segja lánin ólögmæt Deilt hefur verið um lögmæti krafna umræddra smálánafyrirtækja og hafa Neytendasamtökin sagt lánin vera ólögmæt. Neytendastofa úrskurðaði árið 2019 að smálánafyrirtækin í eigu eCommerce 2020 hafi brotið gegn neytendalögum, meðal annars með því að rukka of háa vexti og kostnað af lánum sínum. Eftir að Neytendastofa hóf athugun sína gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla hafa nú hætt að veita ný lán. Þá hafa Neytendasamtökin sakað fyrirtækið Almenna innheimtu, sem hefur áður séð um innheimtu umræddra krafna, um ólöglega innheimtu smálána. Auk þess komst Úrskurðarnefnd lögmanna að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið innheimtulög. Kaupa endurgreiðslurétt Í tilkynningu frá BPO Innheimtu býðst fyrirtækið til að kaupa endurgreiðslurétt skuldara gagnvart smálánafyrirtækjunum í þeim tilfellum þar sem fólk á kröfu á þau vegna ofgreiddra vaxta eða annars lántökukostnaðar. Með því muni BPO lækka útistandandi lán í kröfusafni sínu til samræmis við þann kostnað sem var ofgreiddur. Er fólk sem á ógreidd lán hjá Kredia, Hraðpeningum, Smálánum, 1909 og Múla sem vill nýta sér úrræðið eða greiða upp lán sín beðið um að hafa samband við BPO Innheimtu. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26 Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá innheimtufyrirtækinu sem segir að með kaupunum á kröfusafninu hafi allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður. Þá staðhæfir BPO að með þessu hafi óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. „Til 15. maí býður BPO Innheimta öllum skuldurum, sem vilja leysa úr sínum málum án dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, að ganga frá sínum skuldum óháð því hversu gamlar þær eru. Öllum skuldurum býðst að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það er gert í síðasta lagi 15. maí og þá verða dráttarvextir og innheimtukostnaður felldur niður.“ Segja lánin ólögmæt Deilt hefur verið um lögmæti krafna umræddra smálánafyrirtækja og hafa Neytendasamtökin sagt lánin vera ólögmæt. Neytendastofa úrskurðaði árið 2019 að smálánafyrirtækin í eigu eCommerce 2020 hafi brotið gegn neytendalögum, meðal annars með því að rukka of háa vexti og kostnað af lánum sínum. Eftir að Neytendastofa hóf athugun sína gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla hafa nú hætt að veita ný lán. Þá hafa Neytendasamtökin sakað fyrirtækið Almenna innheimtu, sem hefur áður séð um innheimtu umræddra krafna, um ólöglega innheimtu smálána. Auk þess komst Úrskurðarnefnd lögmanna að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið innheimtulög. Kaupa endurgreiðslurétt Í tilkynningu frá BPO Innheimtu býðst fyrirtækið til að kaupa endurgreiðslurétt skuldara gagnvart smálánafyrirtækjunum í þeim tilfellum þar sem fólk á kröfu á þau vegna ofgreiddra vaxta eða annars lántökukostnaðar. Með því muni BPO lækka útistandandi lán í kröfusafni sínu til samræmis við þann kostnað sem var ofgreiddur. Er fólk sem á ógreidd lán hjá Kredia, Hraðpeningum, Smálánum, 1909 og Múla sem vill nýta sér úrræðið eða greiða upp lán sín beðið um að hafa samband við BPO Innheimtu.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26 Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26
Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54