Viðskipti innlent

Svana og Davíð til Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Svana Úlfarsdóttir og Davíð Arnarson.
Svana Úlfarsdóttir og Davíð Arnarson. Datera

Svana Úlfarsdóttir og Davíð Arnarson hafa verið ráðin til starfa hjá gagnadrifna birtingafyrirtækinu Datera.

Í tilkynningu segir að Svana hafi tekið við stöðu birtingaráðgjafa fyrir innlenda miðla og Davíð sem ráðgjafi á sviði sjálfvirkra og gagnadrifinna auglýsingaherferða á stafrænum miðlum.

„Svana lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður sem ferðahönnuður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Air Atlanta.

Davíð hefur stýrt stafrænni vöruþróun og markaðsmálum hjá fjölda íslenskra fyrirtækja á síðustu árum. Hann starfaði t.a.m. sem forstöðumaður netdeildar Icewear og stýrði greiningardeild Móbergs auk þess að sinna markaðs- og vöruþróun hjá fyrirtækinu. Davíð lauk M.Sc. prófi í viðskipta- og vöruþróun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×