Viðskipti innlent

Ráðin til YAY

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson.
Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson. Aðsend

Sigríður Inga Svarfdal og Björn Ingi Björnsson hafa verið ráðin til YAY.

Í tilkynningu segir að Björn Ingi hafi áður starfað hjá 365 og Vodafone á sölu og þjónustusviði. 

„Hann er með Master í upplýsingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður Inga starfaði áður sem sem markaðsfulltrúi á sölu og markaðsdeild Reykjavik Excursions. Hún er með menntun í Markaðssetningu og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Fyrirtækið er markaðstorg fyrir rafræn gjafabréf frá fjölda fyrirtækja í gegnum app.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×