Viðskipti innlent

Bein út­sending: Iðn­þing 2021

Atli Ísleifsson skrifar
Iðnþing 2021 fer fram milli klukkan 13 og 15 í dag.
Iðnþing 2021 fer fram milli klukkan 13 og 15 í dag. SI

Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tækifærin er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem hefst í dag klukkan 13 og stendur til klukkan 15.

Þingið verður sent beint út frá Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

Í tilkynningu kemur fram að á Iðnþingi 2021 verði kastljósinu beint að þeim fjötrum sem slíta þurfi með markvissum hætti á næstu tólf mánuðum til að fyrirtæki geti skapað ný, eftirsótt störf og aukin verðmæti.

„Sækja þarf tækifærin með frekari umbótum og markaðssókn til að skapa auknar gjaldeyristekjur. Með því að slíta fjötrana getum við hlaupið hraðar.

Samhliða þinginu verður gefin út skýrsla þar sem samtökin leggja fram 33 tillögur að umbótum sem miða að því að hraða uppbyggingu,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá

  • Fundarstjórn – Logi Bergmann
  • Ávarp – Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Eflum samkeppnishæfni – umræður – Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Tor Arne Berg, forstjóri Fjarðaáls
  • Hröðum uppbyggingu – umræður – Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt hjá Yrki, Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB, Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK, og Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri Mótx
  • Sækjum tækifærin – umræður – Fida Abu Libdeh, forstjóri GeoSilica, Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri Pegasus, og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
  • Samantekt – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI





Fleiri fréttir

Sjá meira


×