Innlent

Hand­tekinn vegna þjófnaðs úr skart­gripa­verslun

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var þjófnaðinn síðdegis í gær.
Tilkynnt var þjófnaðinn síðdegis í gær. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann eftir að tilkynnt var um þjófnað úr skartgripaverslun í miðborg Reykjavíkur.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um málið um 17:30 í gær. Var maðurinn handtekinn skömmu síðar og hann vistaður í fangageymslu.

Skömmu fyrir miðnætti var svo tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þar náði þjófurinn að hlaupa út úr versluninni og inn í nálægt hús. Hafði lögregla afskipti af manninum og segir að skýrsla hafi verið rituð.

Loks segir að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×