Innlent

Ó­vissu­stigi af­lýst við Jökuls­á á Fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum í lok janúar.
Frá vettvangi við Jökulsá á Fjöllum í lok janúar. SKJÁSKOT/BRYNJAR ÁSTÞÓRSSON

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu við Jökulsá á Fjöllum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Þar segir að í síðustu viku hafi vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði farið lækkandi úr um 420 sentimetra í 300 sentimetra, krapinn sé byrjaður að bráðna og vatn farið að komast greiðlega niður árfarveginn.

Óvissustígi vegna krapastíflu og flóðahættu við Hökulsá á Fjöllum var komið á þann 28. janúar síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×