Viðskipti innlent

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flugstjóri hjá Icelandair við komuna til Íslands.
Flugstjóri hjá Icelandair við komuna til Íslands. Vísir/vilhelm

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Má telja líklegt að lækkunin sé tilkomin vegna tíðinda gærdagsins þess efnis að ekkert verði af rannsóknarverkefni lyfjaframleiðandans Pfizer hér á landi sem hefði falið í sér bólusetningu þorra landsmanna á skömmum tíma.

Þá var grein frá því í gær að tap Icelandair árið 2020, kórónuveirufaraldsárið mikla, hefði numið 51 milljarði króna sem svarar til 140 milljóna taps á hverjum degi.

Minni hreyfing er með bréf í öðrum félögum það sem af er degi. Bréf í Reginn hafa lækkað um rúm þrjú prósent í 74 milljóna króna viðskiptum. 138 milljóna viðskipti með bréf Reita hafa skilað 1,5 prósenta lækkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×