Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Hverfandi líkur eru á að bóluefnarannsókn Pfizer verði að veruleika. Fundur með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu lauk á sjötta tímanum og þar var Birgir Olgeirsson fréttamaður okkar og fékk fyrstu viðbrögð frá Kára Stefánssyni.

Hann segir að við séum fórnarlömb eigin árangurs, smitin séu of fá daglega og því sé ekki hægt að kanna bein og óbein áhrif bóluefnis á Íslendinga.

Ítarlegt viðtal við Kára Stefánsson um bóluefnasamninginn og hvernig hann sér framhaldið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, í beinni útsendingu um málið.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við forstjóra Icelandair, sem segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. Við sýnum frá samstöðufundi á Arnarhóli og segjum frá öllu því helsta í útlöndum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×