Innlent

Margir eiga erfitt með að ná endum saman

Heimir Már Pétursson skrifar

Um fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins.

Erfiðleikarnir eru mestir hjá atvinnulausum og innflytjendum. Hlutfallið var mun hærra meðal kvenna eða rúm tuttugu og sjö prósent á móti nítján komma fimm prósentum karla.

Grafík/Hþ

Rúmlega helmingur atvinnulausra sagðist eiga frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná saman og tæplega þrjátíu og fimm prósent innflytjenda.

Atvinnuleysi er einnig meira í þeirra röðum eða um tuttugu og fjögur prósent samanborið við fimmtán prósent hjá heimamönnum.

Skýrsluna í heild sinni má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×