Viðskipti innlent

Bein út­sending: Mennta­dagur at­vinnu­lífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskráin hefst klukkan 9.
Dagskráin hefst klukkan 9. Vísir/Vilhelm

Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag og hefst dagskráin klukkan níu. Þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn og verður hægt að fylgjast með í streymi í spilara að neðan. Fundurinn stendur yfir í klukkustund.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Víðir Reynisson lögregluþjónn, svo nokkur séu nefnd.

Sömuleiðis verða innslög og skemmtiatriði í bland. Þá verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt framúrskarandi fyrirtækjum að vanda.

Þáttastjórnandi er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×