Oft er fólk trúlofað í langan tíma fyrir giftingu og í sumum tilvikum lætur fólk jafnvel trúlofunina nægja og giftir sig ekki. Hefðin með trúlofunarhringa er einnig ekki eins föst í skorðum og áður. Í sumum tilvikum ákveður fólk í sameiningu að setja upp hringa en í öðrum tilvikum heldur það sig við þá hefð að vonbiðillinn gefi hringinn þegar bónorðið er borið upp.
Hvað verður um trúlofunarhringinn ef trúlofun er slitið? Þegar báðir aðilar ákveða að setja upp hringa er líklega algengast að hvor haldi sínum hring. En hvað á að gera í þeim tilvikum sem vonbiðillinn gefur hringinn við bónorðið?
Á sá aðili sem játast vonbiðlinum að halda hringnum eða skila honum ef trúlofun er slitið?