Viðskipti innlent

Atli ráðinn sem markaðsráðgjafi Háskólans á Bifröst

Atli Ísleifsson skrifar
Atli Björgvinsson.
Atli Björgvinsson. Háskólinn á Bifröst

Atli Björgvinsson hefur verið ráðinn í hlutastarf sem markaðsráðgjafi Háskólans á Bifröst.

Frá þessu segir á vef skólans. Þar kemur fram að Atli hafi lokið BS-prófi í í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og stefni að því að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun þaðan í vor.

„Atli starfar sem markaðsstjóri Icelandic Startups en vinnur auk þess með frumkvöðlum í „ævintýrum þeirra,” eins og hann orðar það sjálfur.

Hlutverk Atla verður meðal annars að annast stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla skólans.

Atli hefur unnið sem verktaki fyrir Háskólann á Bifröst í rúmt ár en tekur nú við föstu starfi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×