Viðskipti innlent

Sala áfengis í Vínbúðinni jókst um átján prósent

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mest var selt af pilsner og lagerbjór á liðnu ári og jókst sala þeirra vörutegunda um fimmtán prósent frá árinu 2019.
Mest var selt af pilsner og lagerbjór á liðnu ári og jókst sala þeirra vörutegunda um fimmtán prósent frá árinu 2019. Vísir/Vilhelm

Aldrei hefur meira verið selt af áfengi í Vínbúðinni en í fyrra. Salan jókst um átján prósent á milli ára en aukin sala skýrist af minni sölu í Fríhöfninni og lokun bara og veitingastaða.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Í frétt blaðsins kemur fram að árið 2019 hafi verið seldar hátt í 23 milljónir lítra en í fyrra hafi selst alls um 27 milljónir lítra.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við blaðið að kórónuveirufaraldurinn skýri aukninguna að verulegu leyti.

Færri hafi þannig farið um Fríhöfnina en á venjulegu ári og barir og veitingastaðir hafi sætt takmörkunum og lokunum lungann úr árinu.

Stærsti einstaki dagurinn í Vínbúðunum á síðasta ári var 30. desember þegar 43.700 viðskiptavinir komu í búðirnar og seldir voru 286 þúsund lítrar. Næststærsti dagurinn var Þorláksmessa þegar 256 þúsund lítrar seldust.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,11
67
5.904.313
SYN
0,35
3
10.857
SKEL
0,28
2
85
ICEAIR
0
49
25.792
TM
0
3
75.160

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2,09
39
533.374
VIS
-1,88
13
183.235
REITIR
-1,48
3
26.600
EIK
-1,42
3
18.367
FESTI
-1,13
4
89.356
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.