Handbolti

Myndaveisla frá sigri Íslands á Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik rúllaði yfir Sviss í undankeppni Evrópumótsins í Vodafone-höllinni í dag. Lokatölurnar urðu 31-16 og íslenska liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni í Hollandi.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og myndaði stelpurnar í essinu sínu.

Íslensku stelpurnar taka á móti Spánverjum í lok maí áður en Úkraínukonur verða sóttar heim í upphafi júní. Ekkert nema sigur í báðum leikjunum tryggir íslenska liðinu sæti á sínu þriðja stórmóti.

Karen Knútsdóttir skoraði sex mörk fyrir Ísland í dag.Mynd / Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×