Viðskipti innlent

Kristján Freyr verður framkvæmdastjóri Innovit

Kristján er til hægri á myndinni. Andri er til vinstri.
Kristján er til hægri á myndinni. Andri er til vinstri.
Á stjórnarfundi Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sem fram fór í gær var Kristján Freyr Kristjánsson ráðinn nýr framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Kristján tekur við af Andra Heiðari Kristinssyni sem stýrt hefur félaginu frá stofnun þess en lætur nú af störfum til að hefja framhaldsnám í Bandaríkjunum að því er fram kemur í tilkynningu frá Innovit.

„Á fundinum kynnti Kristján jafnframt tillögur sínar að enn frekari eflingu nýsköpunar­umhverfisins á Íslandi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og fjölmörg öflug fyrirtæki sem Innovit hefur starfað með á undanförnum árum," segir ennfremur. „Miðast þær tillögur að því að fylgja fordæmi leiðandi aðila á sviðinu s.s. Kauffman Foundation í Bandaríkjunum sem er stærsta einkarekni stuðningsaðili nýsköpunar í heiminum. Þá verður lögð aukin áhersla á að efla alþjóðleg tengsl íslenskra sprotafyrirtækja og standa fyrir viðburðum á borð við svokallaða „StartupWeekend" sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin misseri og verið haldin í yfir 200 borgum í 30 löndum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×