Handbolti

Árni Þór framlengir við Bittenfeld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Árni Þór í búningi Bittenfeld. Árni er fyrir miðju á myndinni.
Árni Þór í búningi Bittenfeld. Árni er fyrir miðju á myndinni.
Skyttan örvhenta, Árni Þór Sigtryggsson, hefur framlengt samningi sínum við þýska B-deildarfélagið Bittenfeld út næstu leiktíð.

Árni kom til félagsins í janúar frá úrvalsdeildarliði Rheinland og hefur staðið sig vel. Árni hefur skorað 55 mörk í 11 leikjum.

Með liðinu leikur einnig hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×