Viðskipti innlent

Nýskráningum hlutafélaga fjölgar

Í mars 2011 voru skráð 178 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 164 einkahlutafélög í mars 2010, sem jafngildir um 8,5% fjölgun á milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar.

Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 443 fyrstu 3 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um rúmlega 5,5% frá sama tímabili árið 2010 þegar 469 ný einkahlutafélög voru skráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×