Viðskipti innlent

Smáralind tapaði næstum 600 milljónum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Næstum 600 milljóna króna tap var á rekstri Smáralindar á síðasta ári. Mynd/ vilhelm.
Næstum 600 milljóna króna tap var á rekstri Smáralindar á síðasta ári. Mynd/ vilhelm.
Tap af rekstri Smáralindar nam 562 milljónum króna á síðasta ári. Leigutekjur félagsins námum 1119 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir 11.901 milljónum króna í árslok en eigið fé nam 1128 milljónum króna.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að stjórnendur þess séu í viðræðum við Landsbanka og Íslandsbanka um endurfjármögnun lána og hafi þeir samþykkt að endurfjármagna þau til 5 ára með 25 ára afborgunarferli. Í endurfjármögnuninni felst að lánin verða verðtryggð í íslenskum krónum sem dregur úr áhættu, þar sem stærstur hluti leigusamninga eru verðtryggðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×