Innlent

Grá­sleppu­veiðar stöðvaðar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grásleppulöndun í Reykjavík.
Grásleppulöndun í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári. Ástæða þess sé sú að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um heildarafla á þessu fiskveiðiári sem eru 4.646 tonn.

Heimilt verður að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að fimmtán daga til þeirra sem stunduðu veiðar árin 2018 og 2019 á Breiðafirði. Þetta er gert til að koma til móts við grásleppusjómenn sem stunda munu veiðar á þessu svæði en þær veiðar verða ekki heimilar fyrr en 20. maí næstkomandi.

„Hafrannsóknarstofnun gaf út 4.646 tonna ráðgjöf fyrir veiðar á grásleppu á þessu fiskveiðiári. Með þessari reglugerð er verið að tryggja að veiðarnar verði sem best í samræmi við vísindalega ráðgjöf og það er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Kristján Þór Júlíusson. „Ekki síst til að tryggja að þær vottanir sem fyrir liggja tapist ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×