Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2011 17:46 Opnunardagurinn í Bílsfelli var góður. Sett var í sex laxa í gær og var fjórum þeirra landað. Byrjunin lofar sem sagt góðu í Soginu. Ekki þarf að koma neinum á óvart að félagsskapurinn Sogsmenn var við veiðar í gær. Samkvæmt heimasíðu þeirra virtist vera nokkuð af fiski og líkt og áður segir var fjórum löxum landað. Tveir sluppu frá þeim félögum, og voru þar á ferðinni stórlaxar. Skítaveður var á mannskapunum, hávaða rok að norðan niður ána. Úr Ásgarði var það að frétta að einn lax slapp frá veiðimönnum í Símastreng í gærkveldi. Að öðru leiti var þar rólegt, en á veiðimönnum var að heyra að í dag yrði sá silfraði tekinn með trompi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
Opnunardagurinn í Bílsfelli var góður. Sett var í sex laxa í gær og var fjórum þeirra landað. Byrjunin lofar sem sagt góðu í Soginu. Ekki þarf að koma neinum á óvart að félagsskapurinn Sogsmenn var við veiðar í gær. Samkvæmt heimasíðu þeirra virtist vera nokkuð af fiski og líkt og áður segir var fjórum löxum landað. Tveir sluppu frá þeim félögum, og voru þar á ferðinni stórlaxar. Skítaveður var á mannskapunum, hávaða rok að norðan niður ána. Úr Ásgarði var það að frétta að einn lax slapp frá veiðimönnum í Símastreng í gærkveldi. Að öðru leiti var þar rólegt, en á veiðimönnum var að heyra að í dag yrði sá silfraði tekinn með trompi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Veiði Færri tilkynningar um Sæsteinsugubit en í fyrra Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði 60 sm bleikjur úr Hjaltadalsá og Kolku Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði