WNBA stjörnur um Gigi Bryant: „Hún var framtíðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2020 10:30 Kobe og Gigi Bryant á körfuboltaleik saman. Allen Berezovsky Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. Eins mikið og Kobe Bryant hafði gerð fyrir karladeild NBA í gegnum tíðina þá var hann einnig búinn að gera mikið fyrir kvennadeildina með því að sýna henni mikinn áhuga. Victor Oladipo pays tribute to Kobe and Gigi Bryant. #Pacerspic.twitter.com/yitXUonEH4— Pacers Nation (@PacersNationCP) January 28, 2020 Hann og Gigi voru dugleg að mæta á leiki og Kobe vildi að dóttir sína kynntist sem flestum af bestu körfubolta- og íþróttakonum heims til að drekka í sig fróðleik og undirbúa sig fyrir framtíðina. Það er enginn vafi á því hvað dóttir Kobe Bryant hefði getað gert fyrir kvennakörfuboltann í heiminum ef hún hefði farið alla leið og orðið ein af stjörnum deildarinnar. Gigi Bryant hafði líka alla burði til að verða frábær körfuboltakona. Margar af bestu körfuboltakonum WNBA-deildarinnar hafa talað um hvað Gigi Bryant hefði getað orðið og hefði getað gert fyrir kvennakörfuna. This is such beautiful piece from @MechelleV on Kobe and Gigi, from the perspective of several of the women’s basketball players they knew well https://t.co/Atohoz2xtZ— D'Arcy Maine (@darcymaine_espn) January 27, 2020 „Við misstum goðsögn í Kobe en maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað þessir krakkar í þyrlunni hefðu getað orðið. Auðvitað kemur Gigi fyrst upp í hugann því hún var farinn að líkjast Kobe í leik sínum,“ sagði Breanna Stewart, besti leikmaður WNBA 2018. „Gigi var táknmynd goðsagnar hans og framtíð kvennakörfuboltans,“ sagði Nneka Ogwumike, besti leikmaður WNBA árið 2016. Gigi Bryant will always be a Husky. @wslampic.twitter.com/y88VRREpEK— SLAM (@SLAMonline) January 28, 2020 Sue Bird, margfaldur WNBA og Ólympíumeistari og kærasta Megan Rapinoe, hittu Bryant og Gigi á Stjörnuleik WNBA í júlí þegar feðginin mættu. „Hann vildi kynna hana fyrir eins mörgum stórbrotnum íþróttakonum og hann gat. Hann hefur verið til staðar fyrir WNBA-deildina og var á þessu ferðalagi með dóttur sinni. Það sáu allir að það stefndi í eitthvað magnað, fyrir hann sem föður, fyrir hana sem körfuboltakonu og fyrir þeirra samband,“ sagði Sue Bird. Gigi Bryant var með rosalegan áhuga á körfubolta og samband hennar og Kobe var orðið mjög sterkt. Hún var leikmaðurinn sem átti að halda Bryant nafninu á lofti í framtíðinni en af því varð því miður aldrei. Surreal to watch Kobe Bryant’s final game again. I got emotional every time the cameras cut to Vanessa and his girls sitting courtside. You could feel the love they had for him. Gigi was losing it every basket Kobe scored. Hard to believe Gigi and Kobe are actually gone. pic.twitter.com/u89h3mvkTp— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) January 28, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla körfuboltaáhugamenn en bestu körfuboltakonur heims sáu líka fyrir sér mikla og stóra framtíð fyrir þrettán ára dóttur hans Gianna Bryant eða Gigi eins og hún var alltaf kölluð. Eins mikið og Kobe Bryant hafði gerð fyrir karladeild NBA í gegnum tíðina þá var hann einnig búinn að gera mikið fyrir kvennadeildina með því að sýna henni mikinn áhuga. Victor Oladipo pays tribute to Kobe and Gigi Bryant. #Pacerspic.twitter.com/yitXUonEH4— Pacers Nation (@PacersNationCP) January 28, 2020 Hann og Gigi voru dugleg að mæta á leiki og Kobe vildi að dóttir sína kynntist sem flestum af bestu körfubolta- og íþróttakonum heims til að drekka í sig fróðleik og undirbúa sig fyrir framtíðina. Það er enginn vafi á því hvað dóttir Kobe Bryant hefði getað gert fyrir kvennakörfuboltann í heiminum ef hún hefði farið alla leið og orðið ein af stjörnum deildarinnar. Gigi Bryant hafði líka alla burði til að verða frábær körfuboltakona. Margar af bestu körfuboltakonum WNBA-deildarinnar hafa talað um hvað Gigi Bryant hefði getað orðið og hefði getað gert fyrir kvennakörfuna. This is such beautiful piece from @MechelleV on Kobe and Gigi, from the perspective of several of the women’s basketball players they knew well https://t.co/Atohoz2xtZ— D'Arcy Maine (@darcymaine_espn) January 27, 2020 „Við misstum goðsögn í Kobe en maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvað þessir krakkar í þyrlunni hefðu getað orðið. Auðvitað kemur Gigi fyrst upp í hugann því hún var farinn að líkjast Kobe í leik sínum,“ sagði Breanna Stewart, besti leikmaður WNBA 2018. „Gigi var táknmynd goðsagnar hans og framtíð kvennakörfuboltans,“ sagði Nneka Ogwumike, besti leikmaður WNBA árið 2016. Gigi Bryant will always be a Husky. @wslampic.twitter.com/y88VRREpEK— SLAM (@SLAMonline) January 28, 2020 Sue Bird, margfaldur WNBA og Ólympíumeistari og kærasta Megan Rapinoe, hittu Bryant og Gigi á Stjörnuleik WNBA í júlí þegar feðginin mættu. „Hann vildi kynna hana fyrir eins mörgum stórbrotnum íþróttakonum og hann gat. Hann hefur verið til staðar fyrir WNBA-deildina og var á þessu ferðalagi með dóttur sinni. Það sáu allir að það stefndi í eitthvað magnað, fyrir hann sem föður, fyrir hana sem körfuboltakonu og fyrir þeirra samband,“ sagði Sue Bird. Gigi Bryant var með rosalegan áhuga á körfubolta og samband hennar og Kobe var orðið mjög sterkt. Hún var leikmaðurinn sem átti að halda Bryant nafninu á lofti í framtíðinni en af því varð því miður aldrei. Surreal to watch Kobe Bryant’s final game again. I got emotional every time the cameras cut to Vanessa and his girls sitting courtside. You could feel the love they had for him. Gigi was losing it every basket Kobe scored. Hard to believe Gigi and Kobe are actually gone. pic.twitter.com/u89h3mvkTp— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) January 28, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira