Engin orð til að lýsa vonbrigðunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Ólafur Stefánsson var niðurbrotinn maður í leikslok. Mynd/Valli „Það eru ekki til orð í orðabókinni til að lýsa vonbrigðunum. Hver og einn verður að finna það sjálfur með sér hvernig hann tekst á við að tapa einhverju. Einhverju góðu, fallegu og stórkostlegu sem maður nær svo ekki. Eitthvað sem maður er búinn að eltast við lengi – í mánuði og ár. Eftir að hafa sett allt í þetta kemur í ljós á síðustu metrunum að maður fær það ekki. Þá kemur eitthvað í mann sem ekki er hægt að lýsa. Vonandi upplifa fæstir þessa tilfinningu en kannski þurfa allir að upplifa svona lagað til að geta stækkað og vaxið." Þannig lýsti Ólafur Stefánsson, með tárin í augunum, sínum fyrstu viðbrögðum eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í handboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Úrslitin þýddu að Ungverjar halda áfram í undanúrslit og spila um verðlaun en strákarnir okkar eru úr leik. Ólafur var líka ósáttur við eigin frammistöðu en hann skoraði þrjú mörk úr tíu skotum í leiknum og tapaði boltanum nokkrum sinnum. Eitt og hálft ár að undirbúa migMynd/Valli„Síðasta eina og hálfa árið hef ég hugsað um að vakna og sofa til þess eins að koma mér í form fyrir þessa leika. Svo er ég að spila 80 prósent undir getu í leiknum sem öllu máli skiptir. Það er eitthvað sem ég verð að lifa með," sagði Ólafur áður en hann lauk viðtalinu. Ólafur veit ekki sjálfur hvort hann ætli að halda áfram að spila handbolta og hvort hann muni áfram gefa kost á sér í landsliðið. En eitt er víst að þetta voru hans síðustu Ólympíuleikar og eru líkur á því að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti í íslensku treyjunni. „Ólafur er stórkostlegur handboltamaður. Hann er líka stórkostleg persóna, karakter og allt saman," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, herbergisfélagi Ólafs og landsliðsfélagi til margra ára. „Það verður mikill sjónarsviptir að honum, eins og öllum þeim sem hætta að spila með landsliðinu." Verulega sorgmæddurMynd/ValliGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari gaf út fyrir leikana að hann myndi hætta nú í lok sumars og því var þetta síðasti leikur strákanna okkar undir hans stjórn. „Ég er verulega sorgmæddur að okkur tókst ekki að fara alla leið því við vorum svo nálægt því. Það er erfitt að glíma við þær tilfinningar," sagði hann. „En ég er líka fullur af þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa með þessum drengjum í fjögur og hálft ár. Við höfum gengið í gegnum stórkostlega tíma – þá bestu í íslenskum handbolta frá upphafi. Við unnum tvenn verðlaun – silfur á Ólympíuleikum og brons á EM." Hann vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hann hefur starfað með – leikmönnum, starfsmönnum og stjórnarmönnum HSÍ sem og læknum, nuddurum og sjúkraþjálfurum. „Allir hafa unnið frábært og óeigingjarnt starf." Tvíframlengdur háspennuleikurMynd/ValliLeikurinn í gær var þrunginn spennu og dramatík. Ísland elti lengst af eftir slæma byrjun en komst marki yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ísland fékk svo boltann þegar 40 sekúndur voru eftir og Ólafur fiskaði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Þetta átti ekki að geta klikkað. Snorri Steinn Guðjónsson, sem hafði þó varla spilað í leiknum, tók vítið en Nandor Fazekas, markvörður Ungverja og maður leiksins, varði. Boltinn hrökk í hendur Ungverja sem náðu að koma sér fram og skora. Leiktíminn rann út og Ungverjar fögnuðu. Tvíframlengja þurfti leikinn og Ísland fékk fleiri tækifæri til að vinna leikinn, sem og að tryggja sér vítakeppni í seinni framlengingunni. En það átti ekki að verða. Aron Pálmarsson tók síðasta skot leiksins en það var fram hjá og Ungverjar fögnuðu aftur – nú sigrinum og sæti í undanúrslitum. „Stundum er þetta bara svona. Það eru allir ánægðir þegar vel gengur en svona lagað getur líka gerst," sagði Guðmundur. „Heildarframmistaða liðsins á mótinu var samt stórkostleg. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu og mér finnst að við höfum náð að spila afar góðan handbolta hér úti. Enda sagði ég við strákana eftir leik að þeir eigi að taka það góða úr þessu – vera stoltir af frammistöðunni og halda heim á leið með höfuðið hátt." Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira
„Það eru ekki til orð í orðabókinni til að lýsa vonbrigðunum. Hver og einn verður að finna það sjálfur með sér hvernig hann tekst á við að tapa einhverju. Einhverju góðu, fallegu og stórkostlegu sem maður nær svo ekki. Eitthvað sem maður er búinn að eltast við lengi – í mánuði og ár. Eftir að hafa sett allt í þetta kemur í ljós á síðustu metrunum að maður fær það ekki. Þá kemur eitthvað í mann sem ekki er hægt að lýsa. Vonandi upplifa fæstir þessa tilfinningu en kannski þurfa allir að upplifa svona lagað til að geta stækkað og vaxið." Þannig lýsti Ólafur Stefánsson, með tárin í augunum, sínum fyrstu viðbrögðum eftir að Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í handboltakeppni Ólympíuleikanna í gær. Úrslitin þýddu að Ungverjar halda áfram í undanúrslit og spila um verðlaun en strákarnir okkar eru úr leik. Ólafur var líka ósáttur við eigin frammistöðu en hann skoraði þrjú mörk úr tíu skotum í leiknum og tapaði boltanum nokkrum sinnum. Eitt og hálft ár að undirbúa migMynd/Valli„Síðasta eina og hálfa árið hef ég hugsað um að vakna og sofa til þess eins að koma mér í form fyrir þessa leika. Svo er ég að spila 80 prósent undir getu í leiknum sem öllu máli skiptir. Það er eitthvað sem ég verð að lifa með," sagði Ólafur áður en hann lauk viðtalinu. Ólafur veit ekki sjálfur hvort hann ætli að halda áfram að spila handbolta og hvort hann muni áfram gefa kost á sér í landsliðið. En eitt er víst að þetta voru hans síðustu Ólympíuleikar og eru líkur á því að leikurinn í gær hafi verið hans síðasti í íslensku treyjunni. „Ólafur er stórkostlegur handboltamaður. Hann er líka stórkostleg persóna, karakter og allt saman," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, herbergisfélagi Ólafs og landsliðsfélagi til margra ára. „Það verður mikill sjónarsviptir að honum, eins og öllum þeim sem hætta að spila með landsliðinu." Verulega sorgmæddurMynd/ValliGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari gaf út fyrir leikana að hann myndi hætta nú í lok sumars og því var þetta síðasti leikur strákanna okkar undir hans stjórn. „Ég er verulega sorgmæddur að okkur tókst ekki að fara alla leið því við vorum svo nálægt því. Það er erfitt að glíma við þær tilfinningar," sagði hann. „En ég er líka fullur af þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa með þessum drengjum í fjögur og hálft ár. Við höfum gengið í gegnum stórkostlega tíma – þá bestu í íslenskum handbolta frá upphafi. Við unnum tvenn verðlaun – silfur á Ólympíuleikum og brons á EM." Hann vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hann hefur starfað með – leikmönnum, starfsmönnum og stjórnarmönnum HSÍ sem og læknum, nuddurum og sjúkraþjálfurum. „Allir hafa unnið frábært og óeigingjarnt starf." Tvíframlengdur háspennuleikurMynd/ValliLeikurinn í gær var þrunginn spennu og dramatík. Ísland elti lengst af eftir slæma byrjun en komst marki yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ísland fékk svo boltann þegar 40 sekúndur voru eftir og Ólafur fiskaði víti þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Þetta átti ekki að geta klikkað. Snorri Steinn Guðjónsson, sem hafði þó varla spilað í leiknum, tók vítið en Nandor Fazekas, markvörður Ungverja og maður leiksins, varði. Boltinn hrökk í hendur Ungverja sem náðu að koma sér fram og skora. Leiktíminn rann út og Ungverjar fögnuðu. Tvíframlengja þurfti leikinn og Ísland fékk fleiri tækifæri til að vinna leikinn, sem og að tryggja sér vítakeppni í seinni framlengingunni. En það átti ekki að verða. Aron Pálmarsson tók síðasta skot leiksins en það var fram hjá og Ungverjar fögnuðu aftur – nú sigrinum og sæti í undanúrslitum. „Stundum er þetta bara svona. Það eru allir ánægðir þegar vel gengur en svona lagað getur líka gerst," sagði Guðmundur. „Heildarframmistaða liðsins á mótinu var samt stórkostleg. Ég er fyrst og síðast stoltur af liðinu og mér finnst að við höfum náð að spila afar góðan handbolta hér úti. Enda sagði ég við strákana eftir leik að þeir eigi að taka það góða úr þessu – vera stoltir af frammistöðunni og halda heim á leið með höfuðið hátt."
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Sjá meira