Segir að fráfall Kobe Bryant hafi þjappað Lakers-liðinu meira saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Lið Los Angeles Lakers hefur ekki spilað leik sína að Kobe Bryant fórst í þyrluslysinu. Getty/ Andrew D. Bernstein Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira