Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2014 20:30 Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“ Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“
Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45
Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30