Erlent

Lögðu hald á 140.000 grímur sem átti að selja á svörtum markaði

Andri Eysteinsson skrifar
Frönsk yfirvöld lögðu hald á allar andlitsgrímur til þess að tryggja birgðastöðu heilbrigðisstofnanna.
Frönsk yfirvöld lögðu hald á allar andlitsgrímur til þess að tryggja birgðastöðu heilbrigðisstofnanna. AP/Thomas Wells

Franska lögreglan hefur greint frá því að sveitir hennar hafi lagt hald á 140.000 andlitsgrímur sem selja átti með ólögmætum hætti á svarta markaðnum. BBC greinir frá.

Lögreglan hafði hendur í hári manns sem var gripinn glóðvolgur við það að hlaða grímunum í sendiferðabíl í St. Denis norður af höfuðborginni París.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir grímum í Frakklandi og höfðu verð margfaldast áður en að Frakkar stöðvuðu sölu þeirra og lögðu hald á birgðir til þess að tryggja aðgang heilbrigðisstarfsfólks að viðunandi hlífarbúnaði vegna faraldurs kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×