Erlent

Loftslagsráðstefnu SÞ frestað vegna kórónuveirunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Alok Sharna ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson en Sharma hefur farið fyrir skipulagningu COP26
Alok Sharna ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson en Sharma hefur farið fyrir skipulagningu COP26 Getty/Chris J. Ratcliffe

Loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna COP26 sem átti að hefjast í Glasgow 9. Nóvember hefur verið frestað til ársins 2021 vegna kórónuveirunnar. BBC greinir frá.

Ákvörðun um frestunina var tekin eftir fjarfundahöld fulltrúa Bretlands og Sameinuðu Þjóðanna en búist er við því að ráðstefnan fari fram um mitt næsta ár. Búist var við um 30.000 gestum til Skotlands í nóvember.

„Heimurinn glímir nú við fordæmalaus vandamál og ríki heimsins eru með réttu að einbeita sér að slagnum við kórónuveirunna,“ sagði viðskiptaráðherra Bretlands, Alok Sharma sem farið hefur fyrir skipulagningu ráðstefnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×