Handbolti

HM hefst í dag | HM-vefur Vísis í loftið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst á Spáni í dag en Ísland leikur sinn fyrsta leik á mótinu á morgun.

Ítarleg umfjöllun verður á Vísi og í tengdum miðlum á meðan mótinu stendur. Sigurður Elvar Þórólfsson, íþróttafréttamaður og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari, eru í Sevilla og flytja fréttir af mótinu á meðan mótinu stendur.

Öllum leikjum Íslands verður lýst beint í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en yfirlit yfir alla leiki mótsins og stöðu í riðlum má sjá hér.

Vísir verður einnig vettvangur fyrir allt það besta sem sýnt verður í þætti Þorsteins Joð á Stöð 2 Sport - viðtöl við leikmenn og sérfræðinga í myndveri, sem og samantektir á leikjum Íslands og ýmis myndbrot að utan.

Allt þetta verður aðgengilegt á HM-vef Vísis sem er nú kominn í loftið. Smelltu hér til að fara á HM-vefinn.

Opnunarleikur HM verður viðureign Spánar og Alsírs og hefst hann klukkan 18.00 í dag. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Rússlandi á morgun klukkan 17.00. Hann verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitunarþáttur Þorsteins Joð hefst klukkan 16.15. Þá verður samantektarþáttur í lok dags sem hefst klukkan 21.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×