Stundvísi easyJet er áberandi betri en íslensku flugfélaganna samvkæmt nýjust rannsókn Dohop.
Þegar stundvísi flugfélaganna í janúar er skoðuð kemur í ljós að breska lágfargjaldaflugfélagið easyJet var stundvísast, með nærri 81% brottfara á réttum tíma og 89% komufluga. WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika. Icelandair sem er með langflestar brottfarir frá Keflavík, var á réttum tíma í 75% tilvika við brottfarir og 70% við komur.
Íslensku flugfélögin eru oftar á réttum tíma við brottfarir (sem eru flestar á morgnana) en við lendingar er easyJet oftar á réttum tíma enda er um fyrsta flug dagsins að ræða hjá þeim.
EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar
