Innlent

Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Skutulsfirði
Frá Skutulsfirði Vísir/Egill

Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að bregðast við kórónuveirusmitum í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum. Aðgerðirnar munu ekki eiga við um Suðureyri, Flateyri, Þingeyri eða Súðavík.

Leik- og grunnskólum Bolungarvíkur og Ísafjarðar verður lokað frá og með morgundeginum og samkomubann verður miðað við fimm manns. Fjöldi viðskiptavina í stærri verslunum verður þá miðaður við 30 manns að hámarki.

Áður hafði lögreglan tilkynnt að kennsla skyldi falla niður í 5.-10.bekk Grunnskóla Bolungarvíkur eftir að smit hafði greinst í bænum. Grunur leikur nú á um að fleiri séu smitaðir á svæðinu.

Lögreglan hvetur íbúa svæðisins til að halda sig heima og til að fylgja leiðbeiningum yfirvalda. Lögreglan á Vestfjörðum deildi tilkynningunni bæði á ensku og pólsku, auk íslensku og má sjá færslu lögreglunnar hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×