Innlent

Meintur árásarmaður og þolandi ungir að árum

Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Annars vegar er um að ræða líkamsárás í Breiðholti og hins vegar í Kópavogi.
Annars vegar er um að ræða líkamsárás í Breiðholti og hins vegar í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar tvær mjög alvarlegar líkamsárásir, eina í Breiðholti síðdegis í gær og aðra sem gerð var í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. Alls eru fjórir í haldi vegna málanna, þrír í Kópavogi og einn í Breiðholti.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru bæði meintur árásarmaður, sem beitti hnífi, og þolandi í Breiðholtsárásinni undir átján ára aldri. Þolandi árásarinnar í Kópavogi er hins vegar á fimmtugsaldri og hlaut alvarlega áverka, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Í tilkynningu frá lögreglu sem barst nú skömmu fyrir hádegi segir að líðan þolenda sé eftir atvikum en þeir voru báðir fluttir á slysadeild.

Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem nú eru í haldi. Frekari upplýsinga gæti verið að vænta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×