Biðin langa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Meðan tónlistin vermir á mér eyrnagöngin er mér litið út um gluggann á regnið sem hendist niður á stéttina og safnast í polla. það hefur rignt frekar mikið undanfarið. Ég er að bíða eftir að það stytti upp svo ég geti brugðið mér út undir ferskt loft. Bíða eftir að sólin fari að skína, það sjái í heiðan himin og það fari að vora almennilega. Mér er farið að leiðast í símanum en ekkert lát er á tónlistinni. Engin rödd sem segir mér númer hvað ég er í röðinni svo ég endist frekar á línunni, bara tónlist. Ég urra í símtólið að ég hafi ekki allan daginn en það heyrir auðvitað enginn í mér, svo ég bíð. Það versta er að ég verð nauðsynlega að ná í viðkomandi svo ég get ekki leyft mér að skella á. Erindið er áríðandi og þolir enga bið, ég er því að verða vitlaus á að bíða. Þegar lagið í símanum rúllar í fimmta eða sjötta skiptið er ég farin að kunna textann utan að. Mér líkar ekki hvernig ég er algerlega upp á símtólið komin og regnið sem lemur rúðuna bætir ekki úr skák. Hvers lags ókurteisi er þetta að láta mann bíða svona? Öll þjóðin er í hálfgerðu limbói, að bíða eftir að sitjandi stjórn ákveði loks að sitja áfram eins og hún var kosin til. Bíða eftir að hún taki af skarið, bíða eftir að einhverjum björgunarhringjum verði kastað til okkar og það fari loks að stytta upp í kreppuúrhellinu. Ég kreisti símtólið í reiði minni en get lítið gert. Pollarnir á stéttinni hjá mér hafa stækkað, nokkrir þeirra hafa náð saman og mynda stöðuvötn og litlir lækir flæða saman í stórfljót. Ef biðinni fer ekki að ljúka verður bráðum ófært út úr húsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Meðan tónlistin vermir á mér eyrnagöngin er mér litið út um gluggann á regnið sem hendist niður á stéttina og safnast í polla. það hefur rignt frekar mikið undanfarið. Ég er að bíða eftir að það stytti upp svo ég geti brugðið mér út undir ferskt loft. Bíða eftir að sólin fari að skína, það sjái í heiðan himin og það fari að vora almennilega. Mér er farið að leiðast í símanum en ekkert lát er á tónlistinni. Engin rödd sem segir mér númer hvað ég er í röðinni svo ég endist frekar á línunni, bara tónlist. Ég urra í símtólið að ég hafi ekki allan daginn en það heyrir auðvitað enginn í mér, svo ég bíð. Það versta er að ég verð nauðsynlega að ná í viðkomandi svo ég get ekki leyft mér að skella á. Erindið er áríðandi og þolir enga bið, ég er því að verða vitlaus á að bíða. Þegar lagið í símanum rúllar í fimmta eða sjötta skiptið er ég farin að kunna textann utan að. Mér líkar ekki hvernig ég er algerlega upp á símtólið komin og regnið sem lemur rúðuna bætir ekki úr skák. Hvers lags ókurteisi er þetta að láta mann bíða svona? Öll þjóðin er í hálfgerðu limbói, að bíða eftir að sitjandi stjórn ákveði loks að sitja áfram eins og hún var kosin til. Bíða eftir að hún taki af skarið, bíða eftir að einhverjum björgunarhringjum verði kastað til okkar og það fari loks að stytta upp í kreppuúrhellinu. Ég kreisti símtólið í reiði minni en get lítið gert. Pollarnir á stéttinni hjá mér hafa stækkað, nokkrir þeirra hafa náð saman og mynda stöðuvötn og litlir lækir flæða saman í stórfljót. Ef biðinni fer ekki að ljúka verður bráðum ófært út úr húsi.