Forseti Alþjóðabankans segir óvænt af sér Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 07:23 Afsögn Jim Yong Kim sem forseta Alþjóðabankans tekur gildi 1. febrúar. Vísir/EPA Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti skyndilega í gær að hann ætlaði að stíga til hliðar og snúa aftur í einkageirann um mánaðamótin. Kim hefur gegnt embættinu í sex ár og kjörtímabil hans nær til ársins 2022. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir ákvörðun Kim önnur en að hann ætli nú að ráða sig til fyrirtækis og einbeita sér að fjárfestingum í innviðum í þróunarlöndum. Kim var endurkjörinn til fimm ára kjörtímabils árið 2017. Kristalina Georgieva, forstjóri bankans, tekur við stöðu hans tímabundið. Forseti Alþjóðabankans er samkvæmt hefð tilnefndur af Bandaríkjastjórn. Kim, sem er Bandaríkjamaður af kóreskum ættum, var tilnefndur af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Breska ríkisútvarpið segir að Kim hafi forðast að andæfa Donald Trump forseta opinberlega en þá greinir á um ýmislegt, ekki síst loftslagsmál. Í tíð Kim hefur Alþjóðabankinn hætt að lána fyrir kolaorkuverkefnum á sama tíma og Trump reynir að blása lífi í deyjandi kolaiðnað í Bandaríkjunum. Alþjóðabankinn segir að hafist verði handar nú þegar til að finna varanlegan eftirmann Kim. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti skyndilega í gær að hann ætlaði að stíga til hliðar og snúa aftur í einkageirann um mánaðamótin. Kim hefur gegnt embættinu í sex ár og kjörtímabil hans nær til ársins 2022. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir ákvörðun Kim önnur en að hann ætli nú að ráða sig til fyrirtækis og einbeita sér að fjárfestingum í innviðum í þróunarlöndum. Kim var endurkjörinn til fimm ára kjörtímabils árið 2017. Kristalina Georgieva, forstjóri bankans, tekur við stöðu hans tímabundið. Forseti Alþjóðabankans er samkvæmt hefð tilnefndur af Bandaríkjastjórn. Kim, sem er Bandaríkjamaður af kóreskum ættum, var tilnefndur af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Breska ríkisútvarpið segir að Kim hafi forðast að andæfa Donald Trump forseta opinberlega en þá greinir á um ýmislegt, ekki síst loftslagsmál. Í tíð Kim hefur Alþjóðabankinn hætt að lána fyrir kolaorkuverkefnum á sama tíma og Trump reynir að blása lífi í deyjandi kolaiðnað í Bandaríkjunum. Alþjóðabankinn segir að hafist verði handar nú þegar til að finna varanlegan eftirmann Kim.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira