Rafíþróttir

Önnur umferð Vodafone deildarinnar hefst

Samúel Karl Ólason skrifar

Önnur vika Vodafone deildarinnar í rafíþróttum hefst í kvöld. 

Á Stöð 2 eSport verður sýnt frá viðureign stórliðanna KR White og Dusty, sem takast á í leiknum CS: Go. Útsendingin hefst klukkan 19.45 í kvöld og stendur til um klukkan 23.

Einnig verður á Twitch sýnt frá viðureign FH og Dusty Academy, sem takast á í leiknum League of Legends. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.

Bæði liðin unni viðureignir sínar í síðustu viku. Þá vann Dusty síðustu deildarkeppni og FH endaði í öðru sæti. Ofan á það vann Dusty einnig Reykjavíkurleikana í janúar og þar endaði FH einnig í öðru sæti.

Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv

Hægt verður að fylgjast með viðureigninni hér að ofan og hér á Twitch. Annað kvöld verður svo farið yfir upptökum úr hinum tveimur leikjum umferðarinnar á milli KR og Somnio annars vegar og XY.esport og Fylkis hins vegar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.