Viðskipti innlent

Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Samherji Holding er systurfélag Samherja.
Samherji Holding er systurfélag Samherja. Vísir/Egill

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja.

Þar segir að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að núverandi aðstæður á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis, séu með þeim hætti að skilyrði laga um verðbréfaviðskipti við sérstakar aðstæður séu uppfyllt.

Samherji Holding jók hlut sinn í fyrirtækinu um 3,05% þann 10. mars, og átti eftir það 30,11% hlut í fyrirtækinu. Þannig var eignarhlutur félagsins kominn yfir yfirtökumörk. Félagið sótti hins vegar um undanþágu frá yfirtökuskyldu og fékkst hún veitt í dag.

Þá telur fjármálaeftirlitið að verndarhagsmunir yfirtökuregla laga um verðbréfaviðskipti séu tryggðir og að með veitingu undanþágu frá tilboðsskyldunni sé ekki gegnið á minnihlutavernd annarra hluthafa.

Hér má lesa tilkynningu Samherja í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×