Valsmenn mætir Hamri í úrslitaeinvíginu upp á sæti í Dominos-deild karla á næsta ári en þetta varð ljóst eftir 87-86 sigur gegn Breiðablik í Valshöllinni í kvöld eftir framlengdan leik.
Valsmenn komust 2-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu en Blikar voru búnir að komast aftur inn í einvígið með tveimur sigurleikjum og þurfti því oddaleik til að útkljá einvígið.
Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með tíu stigum í hálfleik 47-37 en Blikar fóru að vinna sig inn í leikinn í seinni hálfleik og saxa á forskot Valsmanna.
Var staðan æsispennandi en Valsmenn komust þremur stigum yfir þegar þrjár sekúndur voru eftir en flautukarfa Ragnars Jósefs Ragnarssonar af glerinu þýddi að það þurfti framlengingu til að útkljá leikinn.
Blikar náðu loksins forskotinu í upphafi framlengingunnar en Valsmenn voru með undirtökin í framlengingunni líkt og í leiknum og leiddu lengst af en Urald King tryggði Valsmönnum sigur af vítalínunni þegar tvær sekúndur voru eftir.
Valsmenn komust áfram eftir framlengdan spennutrylli
Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
