Innlent

57 staðfest smit í Vestmannaeyjum

Sylvía Hall skrifar
Allir sem reyndust vera með veiruna voru nú þegar í sóttkví.
Allir sem reyndust vera með veiruna voru nú þegar í sóttkví.

Þrír til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Vestmannaeyjum. Alls eru staðfest smit í Vestmannaeyjum því 57 talsins.

Allir sem reyndust vera með veiruna voru nú þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Alls hafa 594 verið í sóttkví í Vestmannaeyjum og 173 lokið því.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er brýnt fyrir fólki að fylgja leiðbeiningum yfirvalda. Mikilvægt sé að halda tveggja metra fjarlægð og hjálpa til við að hefta útbreiðslu veirunnar.

„Saman gengur okkur betur.“


Tengdar fréttir

Smitin í Eyjum orðin 51

Fjórir Eyjamenn til viðbótar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni og eru einstaklingar með staðfest smit því orðnir 51 í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×